Skóli, skóli, skóli og Mín Borg

Það er orðið ansi langt siðan ég hef bloggað, en ég hef MJÖG góða afsökun, ég er nefnilega nemi. Já, það er sko búið að vera nóg að gera í skólanum upp á síðkastið og núna er "bara" bachelorverkefnið eftir. En verkefnið á að vera 10 000 orð og svo seinna þurfum við að verja verkefnið í munnlegu prófi. Ég mun skrifa Bachelorverkefnið með 3 örðum stelpum úr skólanum. Þannig að þetta verður rosalega spennó.

Annars er ég ekki búin að vera að gera neitt mikið af mér. Ég skrifaði grein fyrir auglýsingarblað Icelandair sem var gefið út síðastliðin laugardag. En greinin heitir Mín Stavanger. Verð nú að viðurkenna að ég varð svona pínu stolt af borginni minni, enda er þetta alveg eðal borg.

 Annars er það í fréttum að við erum búin að fá nýja nágranna enn eina ferðina. En í þetta skiftið ákvað eigandi íbúðarinnar á fyrstu hæðinni að leigja út til 4 (bráðum) 5 manna fjölskyldu frá Asíu. Og Jósep byrjar að vinna í Stavanger í apríl. Ég er búin að sækja um 2 ára master nám í Universitetet í Stavanger, og vonast til að komast inn. Mig langar nefnilega alveg rosalega að klára alla skólagaungu eins fljótt og hægt er. 

 

Og talandi um skóla, verð víst að halda áfram að lésa.

Knús og kossar

kolla skólasjúka


« Síðasta færsla

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband