jóla, jóla og svo enþá meira jóla

Já núna eru búðirnar í Noregi loksins opnar á sunnudögumGrin. Og ég fór með karlinum að versla jólagjafir og þær eru sko ekki fáar. Ég keypti handa fjölskyldunni minni það er að segja 6 systkini og þeirra 19 börn en þá keypti ég ekki handa þeim sem eru flutt að heiman, þar sparaði ég mér 4 gjafir. En þetta er einmitt alveg svakalegur fjöldi og svo var að kaupa gjöf handa mömmu og svo á ég bara eftir að kaupa handa pabba og Maju, en þá er mitt fólk á Íslandi búið.

En annars er lítið að frétta héðan, ég er búin að setja upp jólaseríurnar og nágrannarnir sem labba fram hjá húsinu stoppa til að glana inn um gluggana ( nossararnir eru ekki vanir að setja upp jólaseríur í gluggana og þá sérstaklega ekki í litum).

Jósep er að taka eldhúsið okkar í gegn í augnablikinu, er að mála voða fínt, íbúðin er öll að koma í stand hjá okkur hérna. Hann er svo duglegur þessi HANDY HUNK!!! En líka bara minn. Áðan vorum við að ræða um hvernig þetta yrði með morgunn daginn og mig vantar eiginlega bílinn þar sem að síðasti strætóinn fer frá skólanum kl korter í 2 en við erum með viðtal hjá kennaranum okkar varðandi eitt verkefnið kl 2 þannig að ég hefði eiginlega bara setið föst ef ég er ekki með bílinn. Þannig að karlinn hringdi í Ölla og til að athuga hvort hann gæti setið í með honum en Ölli byrjar kl 1 í vinnunni á morgunn en Jósep 3. Og yndislegi maðurinn minn vildi að ég færi á bílnum þannig að ég þyrfti ekki að fara  súper dúper snemma á fætur og svo auðvitað þannig að ég kæmist auðveldlega heim úr skólanum, þannig að hann mætir of snemma í vinnuna á morgunn. Ég hefði örugglega getað fengið einhvern til að keyra mig á lestarstöðina en karlinn sagði bara nei nei, þú getur sofið lengur þannig að þú ferð á bílnum. Hann er svo mikil dúlla þessi maður.

Jæja best að hætta að bulla í bili:)

Bestu jóla hjóla kveðjur frá Stavanger:) 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Kominn með nýja blogg sýðu hin er svo gamaldags..lol...

Maggý Jónsdóttir (IP-tala skráð) 4.12.2006 kl. 23:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband