Ein á ný :(

Já ég keyrði karlinn út á flugvöll í morgunn, ekki gaman. Ég fór svo að versla jólagjafir og þegar ég kom heim hlustaði ég á jólalög og pakkaði inn gjöfonum, ég fékk alveg rosalega heimþrá allt í einu. Og ofaná það þá sakna ég mannsins míns strax, það er sko ekki gaman af þessu.

 

Annars er það að frétta að síðasti kensludagur í skólanum mínum er á mánudaginn, svo er ég að vinna á þriðjudaginn og ætla því að reyna að komast til Oslo á þriðjudagskvöldinu. Eina vandamálið er það að ég er að vinna til hálf 8 og síðasta vélin fer hálf 9. En ég ætla að reyna að semja við fólkið á laugardaginn og byðja um að fá að fara korter í 7 eða þá að fá að vinna á mánudaginn í staðinn ef það er hægt. Ég vona það. Þá er bara að finna einhvern sem nennir að keyra mig út á völl, taka inn póstinn og gefa fiskonum að étaTounge.

En ég á eftir að nota mikið af tímanum til að læra, við stelpurnar i hóp 10 í háskólanum erum alveg að verða búnar með enn eitt hópverkefniðGrin. En þá tekur bara einstaklingsverkefnið við og stór hluti af jólonum mínum í ár fara einmitt í það. En sem betur fer er ég komin með nýja ferða tölvu sem ég get bara tekið með mér, verst er nú að þurfa að burðast með allar bækurnar með sér, það er enginn litill stafli.

En jæja það er víst best að reyna að sofna núna. 

Kveðjur frá Norge. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband