Long time no see

Jæja, þá eru áramótin að nálgat og karlinn minn kemur heim á sunnudaginn en fer svo aftur að vinna á mánudaginn, en þá eru bara 2 dagar þar til hann kemur heim í viku fríGrin. Ég get varla beðið mig hlakkar svo til.

Ég kom heim í gærmorgunn, og það var auðvitað ískalt inni í íbúðinni, og versta af öllu er að ofninn inni á baði er bilaður. Svo var bíllinn auðvitað rafmagnslaus, en Ölnir var svo góður að koma og redda mér nýjum rafgeimi.

Núna sit ég bara upp í sófa, í náttfötonum og borða íslenskt nammi og hef það kósý, ekki verst sko.

En við höfðum það bara mjög fínt um jólin heima hjá tendó. Jónína var hjá okkur og hún er nú að verða meiri unglingurinn þessi dúlla. Hún fékk alveg helling af málningardóti í jólagjöf og var alveg himinlifandi yfir því. Við gáfum henni nýjan gsm síma, dansmottu fyrir playstation og svo fékk hún gömlu skíðin hans Jóseps, og nýja skíðastafi við.

Jósep gaf mér nýjan gsm síma, klukku með armbandi og eins og hann orðar það bling bling á símann minn. Svo fékk ég voðalega fallegt hálsmen frá tengdó, og sjal. Saman fengum við svo nammi frá Stínu, nuddolíu frá Bínu, tappatogara, kertastjaka og dúka frá Tonje vinkonu og Arne kærastanum hennar. Svo fengum við rosalega flott hnífasett frá tengdó og Jósep fékk gjafabréf fyrir íslenska þjóðbúningnum. Ilmdót frá Hinrik og Terese fengum við líka og svo sendi pabbi og Maja okkur hangikjöt, grænarbaunir, súkkulaðirúsínur og heimabakaðar jólakökur. Ég gaf Jósep kodda, rafmagnsrakvél. spil sem heitir Kokkeli monke og póker dót.

 En ég varð auðvitað að verða lasin um jólin, alveg er þetta tíbískt, er búin að vera með hálsbólgu síðan á mánudaginn og svo fékk ég hita og hausverk og öllu því sem fylgir. Ekkert gaman sko. En ég held að það hafi nú bara veirð út af kuldanum sem var í Osló, hehe. Maður er ekkert vanur þessu lengur.

En núna ætla ég að lata þetta gott heita í bili. 

Bestu jólakveðjur frá Noregi

Kolla 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hæ hérna frá okkur bara að tékka á litlu systir kveðja frá mer,Stina..

Kristbjorg Jónsdóttir (IP-tala skráð) 30.12.2006 kl. 16:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband