Hér kemur listinn um það sem gerst hefur hjá okkur Jósep á árinu sem er að líða

Jósep hefur:

  • Farið frá Braathens (ásatm öllum starfsmönnum undir 59 ára), yfir til Pratt & Whitney og þaðan til Norwegian ( margir kalla þetta nýja Braathens)
  • Sett upp lista inni í stofu, breytt ganginum og málað eldhúsið
  • Keypti handa mér ferðatölvu
  • Planlagði frábært sumarfrí fyrir okkur, bæði í Nice og Róm

Kolla hefur:

  • Klárað stúdentinn og byrjað í Háskólanum
  • Hætti loksins að vinna hjá McDonalds en gerði eins og karlinn minn skifti úr einu yfir í annaðHappy

Saman höfum við:

  • Seldum celikunaCrying (HENNAR ER SÁRT SAKNAÐ)
  • Settum upp fræga sturtuklefan okkar, með smá blóði, miklum svita og það var sko ekki langt í tárin.
  • Farið  til Íslands, Ítalíu, Fraklands og Danmerkur
  • Alt í alt þá er þetta búið að vera viðburðaríkt ár með svita blóði og tárum en fyrir utan það mjög gott ár.

 

Af Jónínu er allt gott að frétta, hún er myndar stelpa og ég verð að viðurkenna að ég er mjög afbríðusöm út í hana þar sem hún er með það fallegasta hár sem ég hef séð. Sítt og ljóst.  Hún bara stækkar og stækkar og er að verða jafn stór og ég ( eða lítil).

 

Við viljum hér með óska ykkur gleðilegt nýtt ár og þökkum fyrir það gamlaWizard

Bestu kveðjur frá

Jósep og Kollu:) 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband