Jæja núna er ég bara búin að gefa undan kvefinu og er búin að liggja fyrir framan sjónvarpið og tölvuna í allan dag, í náttfötonum í þokkabót. Gat voða lítið sofið í nótt þar sem ég var svo stífluð og alltaf hóstandi, en ég vona að sófalegan og hellingur af sítrónu tei hjálpi. Er því miður að verða búin með rauða ópalinn minn sem Stína sys sendi.
Svo er maður auðvitað bara einn heima, ekkert gaman að vera veikur þegar það er enginn hérna til að vorkenna mannig og hugsa um mann. En það er nú ekki langt þar til karlinn kemur heim bara um 48 klukkutímar.. Ég ætla nú samt að reyna að láta mér batna áður en hann kemur heim þar sem við erum að fara að skoða bíla. Erum að spá í að kaupa okkur einn nýjan eða nýleagn, mesta lagi 2 ára gamlan. Bara svona upp á öryggi að gera, þar sem karlinn er alltaf í burtu aðrahverja viku þá er fínt að vera með bíl sem að maður veit að fer alltaf í gang og að það séu litlar líkur á að hann bili. Þetta gjarnan út af því að við erum endalaust með einhverjar smá viðgerðir á BMW inum.
Jæja ég ætla að halda áfram að horfa á bíómyndir og borða nammi.
Kveðjur
Kolla sjúklingur
Athugasemdir
ekkert nammi handa mér?
Ólafur fannberg, 2.1.2007 kl. 18:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.