Ég var að lésa frétt inni á www.dagbladet.no um 9 ára gamla stelpu sem heitir Ashley. Hún er á stærð við ungabarn og hreyfi og þroskahömluð. Þroskinn hennar stoppaði þegar hún var 3 mánaða, foreldrarnir hafa haldið henni á lyfjum til að halda henni lítillri í þeim tilgangi að þau ekki eigi í erfiðleikum með að hugsa um hana. Þau hafa einnig látið fjarlægja legið hennar og komið í vg fyrir að brjóstin hennar stækki. Þetta vilja þau meina að sé einungis gert til að gera hennar líf eins auðvelt og þægilegt eins og hægt er.
Mín spurning er, er þetta í alvörunni siðferðilega rétt???
hver veit hvernig lífi þessi unga stúlka gæti haft ef hún fengi að stækka eins og náttúran hefur ákveðið. Miðað við hvernig ég skil þetta þá er henni einungis haldið lítilli til að létta líf foreldranna, er meira "normal" að eiga ungabarn allt lífið en útvíklunar hemlaðan fullorðin einstakling.
Ég veit að ég hef sterkar skoðanir um þessi mál en það er einnig mikið út af náminu mínu. En ég ætla samt að láta þetta út úr mér. Here it goes
Mér finst þetta vera gert til að auðvelda líf foreldranna ekki stelpunnar, það eru margir hreyfi og þroskahamlaðar manneskjur sem eru með eðlilega útvíklun á líkama sínum sem lifa góðu lífi í dag eftir aðstæðum vel að merkja. Það að taka úr henni legið og hemla líkamlegan þroska hennar hlítur að hafa einhverjar afleiðingar.
Vá hvað ég get orðið reið. Þetta er það sem ég kalla siðferðilega rangt.
Athugasemdir
náttúran hefur átt að ráða ferð en ekki foreldrar sem eru bara að þessu til að hafa það best fyrir sig Hugsa ekki um hvað stelpan vill sjálf
Ólafur fannberg, 4.1.2007 kl. 13:53
ég var að lésa aðra frétt þar sem fram kemur að foreldrarnir neit að þau hafi verið að gera þetta til að auðvelda sitt eigið líf. En ákvörðunin hefur verið tekin til að auka lífsþægindi stlepunnar, þar sem hún er lítil vilja foreldrarnir meina að fleiri vilja tala við hana og hugsa um hana þar sem hún er lítil. Af mínu mati eru þau bara að reyna að verja ákvörðun sína. Það er ekkert sem getur sannað að stelpan getur átt betra líf þar sem hún er lítil, hún gæti t.d átt betra líf á heimili þar sem hún er með fólki sem er í sömu aðstöðu og hún. Þar fær hún þá aðstoð sem hún þarf, félagsskap og möguleika til að útvíkla þá eiginleika sem hún hefur.
Kolla, 4.1.2007 kl. 13:59
Já Kolla min þetta er sick !!
Maggý Jónsdóttir (IP-tala skráð) 6.1.2007 kl. 09:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.