Við erum alveg ótrúleg. Fyrir ári síðan fundum við RX-8 sem okkur langaði alveg geðveikt mikið í, sóttum um lán, bjuggumst alls ekki við að fá það þar sem bíllinn kostaði 5 millur íslenskar. Hugsuðum okkur um í 5mínotur og ákváðum að það væri geðveiki að kaupa sér svona fínan og dýran bíl og ekki vera með bílskúr.
Núna erum við búin að vera að skoða bíla, bæði nýlega og nýja. Auðvitað er búið að hækka skattana og gjöldin á bílonum hérna í Noregi enn eina ferðina, en við erum alveg óð þar sem við erum í erfiðleikum með að sætta okkur við bílinn sem við erum með í dag. En allavegana við fundum bílinn ( toyota corolla T-Sport ) fengum lánið, en settumst niður og ákváaðum að láta það bíða. Alveg þar til aðstæðurnar breyttust aðeins í gær og núna erum við orðin alveg kol rugluð aftur.
Á maður að sætta sig við BMW drusluna sem er við það að hrinja, eyðir alveg rosalega miklu bensíni og kemst varla áfram ( að mínu mati ). Eða fara fyrir Corolluna sem allavegana kemst áfram og það verður pottþétt ekkert vesen með hana næstu 4 árin. Hummm
Athugasemdir
Já það er spurning ! Er ekki bara málið að hinkra smá? annars veit ég það ekki, kannski að þið ættuð bara að skella ykkur á Toyotuna ! Hvernig var annars hjá ykkur í gær?
Maggý Jónsdóttir (IP-tala skráð) 7.1.2007 kl. 14:19
innkomukvitt
Ólafur fannberg, 7.1.2007 kl. 16:50
Hef einusinni keypt bíl úr kassanum og geri það aldrei aftur. Á ágætis bíl en ef ég ynni milljónir í lotto (eða keypti allavega miða)hihi mundi ég kanski kaupa mér öðruvísi bíl en ekki nýjan. Ekki gleyma að vekstirnir eru á uppleið líka !!! Seljið báða bílana og kaupið eithvað hagkvæmt er mitt ráð !!
Parasett á leið í pósti
Klems
Sigrún Friðriksdóttir, 7.1.2007 kl. 17:12
Eftir símtalið okkar hérna áðan þá held ég að þið ættuð bara að skella ykkur á kaupin !!! Rafmagnslausir bílar eru ekki alveg að gera sig..Og Kolla ég er ekki að fara íta þér í gang..lol..ég mundi nú samt gera það..
Maggý Jónsdóttir (IP-tala skráð) 7.1.2007 kl. 19:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.