Já það er víst óhætt að segja að það sé vitlaust veður hérna í Rogaland í augnablikinu, brjálað rok og rigning ( en það rignir alltaf hérna hvort sem er þannig að maður er hættur að taka eftir því hvort sem er ).
Þetta er dómkyrkjan í Stavanger. Í augnablikinu er búið að loka svæðinu í kring vegna þess að þaksteinarnir eru bara að hrinja niður af þakinu á kyrkunni vegna veðurs.
Annars er það að frétta að ég er að spá í að sækja um nýja vinnu enn og aftur. En málið er bara það að vinnuaðstæðurnar þar sem ég er núna eru ekki neitt allt of góðar. Smá misnotun af starfskrafti í gangi. Ég vinn sem personlig assistent eins og það kallast með 8 ára gamlan fjölfatlaðan strák. Ég starfa í raun og veru fyrir hann og vinnan mín er að gera hans líf auðveldara og eins eðlilegt og hægt er inni á heimili foreldra hans. Þetta er tildörulega nýtt hérna í Noregi en Stavanger Kommune byrjaði með þetta fyrir 1 ári síðan. Ég fékk að vísu símtal frá Stavanger Kommune áðan þar sem þeir eru að byðja mig um að koma í viðtal. Þeir eru að fylgjast vel með þessu og vilja segja okkur sem vinnum sem Personlig Assistenter hvað við eigum að gera í vinnunni og hvað ekki. Ég er mög fegin að ég var kölluð inn þar sem ég fæ þá að vita nákvæmlega hvað ég á að gera í vinnunni og fá svar við spurningonum mínum. Þetta verður mjög spennó en ég held að það sé öllum fyrir bestu að segja bara sannleikan.
Flokkur: Bloggar | Þriðjudagur, 9. janúar 2007 (breytt kl. 22:32) | Facebook
Athugasemdir
Já meira að segja svona suðurnesjarok hér hjá okkur á austulandinu Bæði rok og rigning sem er frekar sjaldgæft hér.
Spennandi að heyra hvernig gengur á fundinum, vertu hreinskilin og segðu það sem þér fynst. Ég er búin að vera með marga venjulega assistenta fyrir börnin mín í gegn um skólan og það verður að byggjast á sammvinnu og opnum umræðum ef eithvað á að hjálpa. Go for it girl !!! Lykke til !!!
Kveðja Sigrún.
Sigrún Friðriksdóttir, 9.1.2007 kl. 23:00
rafrænt innlitskvitt
Ólafur fannberg, 10.1.2007 kl. 08:47
Við höfum haft marga “Personliga Assistenter” og okkur hjónunum líkaði best við þá sem voru hreinskilin og sýna barninu okkar mestan áhuga...
Gunnar Helgi Eysteinsson, 10.1.2007 kl. 10:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.