Bara gaman

Góðan daginn gott fólk.

Núna erum við í sól og 16 stiga hita og höfum það mjög svo gott, alveg er nú æðislegt að geta stungið svona af og vil ég hérn með þakka Gauta og Valdísi fyrir okkur. Það er æðislegt að vera hérna:) og hver veit nema við bara flytjum hingað. Við ætlum allavegana að vera opin fyrir öllu og bara líta á þetta sem nýtt tækifæri og halda áfram að vera bjartsýn. Jósep er að spá í tækniháskólanum hérna í Óðinsvé og hérna eru líka tveir skólar sem kenna Þroskaþjálfan sem ég ætla að læra, svo er Gauti líka að læra það:) so life is beautiful.

Anywho ég bara nenni ekki að leggjast niður og vorkenna sjálfri mér fyrir eitthvað svona, eins og pabbi sagði, það er nú ekki hægt að vorkenna ykkur, þið eruð úng og vel stödd í lífinu, og það erum við svo sannarlega.
Við höfum alveg helling af möguleikum þótt að Jósep segi að það sé ekki til nógu mikill peningur í öllum heiminum til að fá hann til að vinna á McDonalds. LOL já ég myndi kannski ekki vilja að hann færi að vinna þar heldur, tíhí.
En það verður allavegana spennandi að heyra hver niðurstaðann verður úr öllum fundonum sem verða í næstu viku. Ég fylgist spent með á www.stavanger-aftenblad.no þar sem stendur alveg heill hellingur um allt varðandi SAS Braathens á sola.

Jæja er að spá í að fá mér bjór:) þar sem hann er svo ódýr hérna í DK tíhí.

Bestu kveðjur frá Óðinsvé.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hæ hæ flott hjá ykkur að fara til Danmerkur,bara selja draslið og skella sér í skóla líst vel á það.Líka auðveldara að koma í heimsókn til ykkar einhvernveginn finst manni stittra til Danmerkur en Noregs.Kveðja Stína sem er orðin leið á roki og rigningu og er farin að telja niður daga til Spánar....

Kristbjörg (IP-tala skráð) 4.6.2006 kl. 12:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband