Sumarfrí :9)

Jæja, þá er skólinn búinn og ég búin að ná bæði starfsnáminu og prófunum, og komin inn á annað áriðSmile. Ég er reyndar nú þegar búin að panta allar bækurnar fyrir næsta ár, ekki veitir af að byrja snemma. Í haust verður nóg að gera í skólanum, þar á meðal þarf ég að læra að skammta og gefa lyf. út frá því þarf ég að fara í próf sem verður að vera alveg villu laust.

Ég er búin að vera í smá sumarfríi síðustu vikuna, ég fór nefnilega með karlinum til Osló, þar lá ég í sólbaði allan tímann og slappaði af. Jósep er að fara í strákaferð með vinum sínum á föstudaginn, og ég er búin að plana shopping spree með nokkrum vinkonumTounge, sem endar svo með að við stelpurnar kíkjum niður í bæ að skemmta okkur.  Wizard

Framundan er svo sumarvinnan og í júlí kemur mamma í heimsókn. Hún fer svo með okkur Jósep heim til íslands í lok júlí. Við verðum á Íslandi yfir verslunarmannahelgina og erum að spá í að kíkja á þjóðhátíð í eyjum.  

Jæja ætla að draga karlinn með mér á ströndina :).

knús og kossar 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jórunn Sigurbergsdóttir

Knús og kossar. Gangi þér vel og skemmtu þér vel líka.

Jórunn Sigurbergsdóttir , 20.6.2007 kl. 13:50

2 Smámynd: Unnur Guðrún

Vonandi hefur þú það gott í sumarfríinu og ekki vinna allt of mikið það þarf líka að hlaða rafhlöðurnar fyrir næsta vetur.

Unnur Guðrún , 20.6.2007 kl. 18:42

3 Smámynd: Bertha Sigmundsdóttir

Dugleg ertu að vera snemma í bókarkaupunum, ekki veitir af, ég man alveg hversu dýrar þessar skólabækur geta verið. Njóttu sumarsins, stelpukvöldsins, og mikið verður nú gaman þegar mamma þín kemur í heimsókn.

Bestu kveðjur frá Cali Cal

Bertha Sigmundsdóttir, 21.6.2007 kl. 05:25

4 identicon

Þið komið örugglega í brúðkaupið er það ekki? Við erum annars að fara til Íslands um helgina. Verðið endilega að koma í heimsókn í nýju íbúðina, sem er ALVEG niðri í bæ!

Valdís (IP-tala skráð) 21.6.2007 kl. 15:10

5 identicon

Kvitt

Melanie Rose (IP-tala skráð) 23.6.2007 kl. 21:11

6 Smámynd: Birna M

Kvitt

Birna M, 23.6.2007 kl. 21:29

7 identicon

Mikið var að maður sér eithvað eftir þig hérna hehe Allt í góðu h´rna líka sól og hitit um helgina,kveðja Stína.

Kristbjorg Jónsdóttir (IP-tala skráð) 25.6.2007 kl. 13:14

8 Smámynd: Fanney Dóra Sigurjónsdóttir

Til hamingju með þetta allt saman! :)

Fanney Dóra Sigurjónsdóttir, 28.6.2007 kl. 20:50

9 Smámynd: Solla Guðjóns

Já lýst vel á þig ...skella sér á þjóðhátíð

Bestu kveðjur

Solla Guðjóns, 29.6.2007 kl. 00:35

10 Smámynd: Vatnsberi Margrét

Kvitt

Vatnsberi Margrét, 30.6.2007 kl. 19:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband