Well Well Well

 

Jæja það er nú mest lítið að fretta annað en það að það eru bara 14 dagar þar til við förum til Nice, þar ætlum við að vera í eina viku í góðum félagsskap frá pabba og Maju. Svo förum við aftur viku seinna til Róm með foreldrum hans Jóseps og Jónínu. En mig er farið að hlakka rosalega til, það eru nefnilega bara 11 dagar þar til pabbi og Maja koma til okkar til Stavanger og fá að skoða fínu íbúðina okkar.

Eina vandamálið er að háskólinn byrjar 22 ágúst og við förum 23 águst og komum ekki heim fyrr en 5 september.Þannig að ég er að bíða eftir svari frá háskólanum um hvort ég haldi skólaplássinu mínu. En ég næ alveg að vinna upp þessar 2 vikur þar sem fyrsta vikan er bara þar sem maður er að kinnast fólki og læra að rata um skólann. En kenslan hefst i seinni vikunni en ég verð bara að sjoppa nokkrar bækur áður en við förum og lésa í fríinu mínu. En ég verð nú að segja að það er nokkuð erfitt að komast inn í skóla hérna í Stavanger, ég er ein af 50 sem komust inn í þroskaþjálfan.

En annars er það að frétta að ég var að skoða myndir af litlu frænku minni í dag, hún er barna barn hennar Elsu systur og dóttir hans Jóns Inga. Ég bara varð að sýna Söndru vinkonu bumbumyndina af Heiðu og Sandra greyið var alveg orðlaus, hún hafði bara aldrey séð svona stóra bumbu áður. Enda var litla prinsessan ansi stór,19 merkur og 54 sentimetrar, en ég held að allavegana 1 merkur af henni er hárið hennar þar sem hún er með alveg rosalega mikið af því og kol svart

Karlinn niðri er enþá ekki búinn að taka eftir flotta merkimiðanum á póstkassanum sínum, enda hefur hann verið lítið heima.

Jæja þar til næst.

Kveðja Kolla aftur að verða skólastelpa


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband