Jæja, altaf gaman að vakna á næturnar með hóstakast er það ekki. Er nú farin að verða ansi leið á þessu hósti alltaf hreint. Ég hef engan tíma til þess að vera lasin, þarf að skrifa verkefni að vísu bara 1500 orð um hvernig þroskaþjálfi geti útskýrt fyrir eldri manni hvernig líkaminn og sálin hans eldist, sem er nú ekkert það slæmt en ég þarf líka að teikna mynd af manneskju hjarta og gera grein fyrir því að ég skilji hvernig það virkar, með norskum og latnenskum nöfnum á öllu. Ég skil ekki hvernig kennoronum dettur þetta í hug. Er ekki hægt að byðja okkur um að skrifa um eitthvð sem er aðeins meira spennó.
Samkvæmt einni bók sem ég er búin að vera að lésa fyrir verkefnið stendur að allir byrja að eldast á þrítugusta aldursári!!! Spáið í því. It is all down hill from there. Ekki gaman gaman. Ég vil miklu frekar finna út hvernig maður getur komið í veg fyirr að verða 30, en ég er sennilega ekki ein um það.
Jæja verkefnið bíður
Kolla
Bloggar | Miðvikudagur, 3. janúar 2007 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Jæja núna er ég bara búin að gefa undan kvefinu og er búin að liggja fyrir framan sjónvarpið og tölvuna í allan dag, í náttfötonum í þokkabót. Gat voða lítið sofið í nótt þar sem ég var svo stífluð og alltaf hóstandi, en ég vona að sófalegan og hellingur af sítrónu tei hjálpi. Er því miður að verða búin með rauða ópalinn minn sem Stína sys sendi.
Svo er maður auðvitað bara einn heima, ekkert gaman að vera veikur þegar það er enginn hérna til að vorkenna mannig og hugsa um mann. En það er nú ekki langt þar til karlinn kemur heim bara um 48 klukkutímar.. Ég ætla nú samt að reyna að láta mér batna áður en hann kemur heim þar sem við erum að fara að skoða bíla. Erum að spá í að kaupa okkur einn nýjan eða nýleagn, mesta lagi 2 ára gamlan. Bara svona upp á öryggi að gera, þar sem karlinn er alltaf í burtu aðrahverja viku þá er fínt að vera með bíl sem að maður veit að fer alltaf í gang og að það séu litlar líkur á að hann bili. Þetta gjarnan út af því að við erum endalaust með einhverjar smá viðgerðir á BMW inum.
Jæja ég ætla að halda áfram að horfa á bíómyndir og borða nammi.
Kveðjur
Kolla sjúklingur
Bloggar | Þriðjudagur, 2. janúar 2007 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
- að hósta inn nýja árið
- að vera það vitlaust að fara út að skjóta rakettum í gerfipels
ég vaknaði með þetta svaðalega kvef í morgunn, ég meina ok er búin að hósta smá síðustu 2 dagana en omg. En svona er þetta bara.
Allavegana við eyddum gamlárskvöldinu okkar með Maggý og Danél, skemtum okkur alveg konunglega .
Svo á eftir keyri ég karlinn út á völl, hann er að fara aftur, en kemur sko heim á fimtudaginn samt og þá verður hann heima í heila viku, það verður sko nice.
Jæja þar sem ég er orðin svona kvefuð ætla ég nú bara að skríða aftur undir sængina og lésa góða bók
Bestu nýjárskveðjur
Kolla
Bloggar | Mánudagur, 1. janúar 2007 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Ég vil óska öllum gæfuríkt nýtt ár :) Megi allir draumar ykkar rætast á árinu sem er að ganga í garð
Ég verð nú að viðurkenna að í ár kveð ég árið með smá söknuði. Þetta ár hefur verið nokkuð gott hjá okkur hjónonum. En það er ákveðinn spenningur fyrir því hvað gerist árið 2007.
Ég byrjaði daginn á að ná í Jósep út á völl, núna sefur karlinn þar sem hann er búinn að vera að vinna í alla nótt. Ég verð að viðurkenna að ég bara skil ekki hvernig hann getur sofið í þessum látum. Nágrannarnir eru að flippa hérna og ég held að þeir verði bara búnir með alla flugelda fyrir kl 12 í kvöld.
En í kvöld ætlum við hjónin að gæða okkur á íslensku hangikjöti og ora baunum. Og það er allt sem er planlagt fyrir kvöldið, ætli maður opni ekki eina vín flösku allavegana, hummm. Svo munum við líklega kíkja á Maggý og Danel seinna í kvöld, ég hef stór plön um að pína þau til að spila Kokkeli Monke, Múhaha.
En eins og áður sagt þá vil ég óska öllum nær go fjær gjæfuríkt nýtt ár og vona að allir ykkar draumar rætist árið 2007
Bloggar | Sunnudagur, 31. desember 2006 (breytt kl. 16:17) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Jósep hefur:
- Farið frá Braathens (ásatm öllum starfsmönnum undir 59 ára), yfir til Pratt & Whitney og þaðan til Norwegian ( margir kalla þetta nýja Braathens)
- Sett upp lista inni í stofu, breytt ganginum og málað eldhúsið
- Keypti handa mér ferðatölvu
- Planlagði frábært sumarfrí fyrir okkur, bæði í Nice og Róm
Kolla hefur:
- Klárað stúdentinn og byrjað í Háskólanum
- Hætti loksins að vinna hjá McDonalds en gerði eins og karlinn minn skifti úr einu yfir í annað
Saman höfum við:
- Seldum celikuna (HENNAR ER SÁRT SAKNAÐ)
- Settum upp fræga sturtuklefan okkar, með smá blóði, miklum svita og það var sko ekki langt í tárin.
- Farið til Íslands, Ítalíu, Fraklands og Danmerkur
- Alt í alt þá er þetta búið að vera viðburðaríkt ár með svita blóði og tárum en fyrir utan það mjög gott ár.
Af Jónínu er allt gott að frétta, hún er myndar stelpa og ég verð að viðurkenna að ég er mjög afbríðusöm út í hana þar sem hún er með það fallegasta hár sem ég hef séð. Sítt og ljóst. Hún bara stækkar og stækkar og er að verða jafn stór og ég ( eða lítil).
Við viljum hér með óska ykkur gleðilegt nýtt ár og þökkum fyrir það gamla
Bestu kveðjur frá
Jósep og Kollu:)
Bloggar | Laugardagur, 30. desember 2006 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Jæja, þá eru áramótin að nálgat og karlinn minn kemur heim á sunnudaginn en fer svo aftur að vinna á mánudaginn, en þá eru bara 2 dagar þar til hann kemur heim í viku frí. Ég get varla beðið mig hlakkar svo til.
Ég kom heim í gærmorgunn, og það var auðvitað ískalt inni í íbúðinni, og versta af öllu er að ofninn inni á baði er bilaður. Svo var bíllinn auðvitað rafmagnslaus, en Ölnir var svo góður að koma og redda mér nýjum rafgeimi.
Núna sit ég bara upp í sófa, í náttfötonum og borða íslenskt nammi og hef það kósý, ekki verst sko.
En við höfðum það bara mjög fínt um jólin heima hjá tendó. Jónína var hjá okkur og hún er nú að verða meiri unglingurinn þessi dúlla. Hún fékk alveg helling af málningardóti í jólagjöf og var alveg himinlifandi yfir því. Við gáfum henni nýjan gsm síma, dansmottu fyrir playstation og svo fékk hún gömlu skíðin hans Jóseps, og nýja skíðastafi við.
Jósep gaf mér nýjan gsm síma, klukku með armbandi og eins og hann orðar það bling bling á símann minn. Svo fékk ég voðalega fallegt hálsmen frá tengdó, og sjal. Saman fengum við svo nammi frá Stínu, nuddolíu frá Bínu, tappatogara, kertastjaka og dúka frá Tonje vinkonu og Arne kærastanum hennar. Svo fengum við rosalega flott hnífasett frá tengdó og Jósep fékk gjafabréf fyrir íslenska þjóðbúningnum. Ilmdót frá Hinrik og Terese fengum við líka og svo sendi pabbi og Maja okkur hangikjöt, grænarbaunir, súkkulaðirúsínur og heimabakaðar jólakökur. Ég gaf Jósep kodda, rafmagnsrakvél. spil sem heitir Kokkeli monke og póker dót.
En ég varð auðvitað að verða lasin um jólin, alveg er þetta tíbískt, er búin að vera með hálsbólgu síðan á mánudaginn og svo fékk ég hita og hausverk og öllu því sem fylgir. Ekkert gaman sko. En ég held að það hafi nú bara veirð út af kuldanum sem var í Osló, hehe. Maður er ekkert vanur þessu lengur.
En núna ætla ég að lata þetta gott heita í bili.
Bestu jólakveðjur frá Noregi
Kolla
Bloggar | Föstudagur, 29. desember 2006 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Jæja þá er ég í Eidsvoll og er sko komin með fiðring í magan og hlakka alveg rosalega til jólana. Jósep er búin með fyrstu vinnuvikuna sína og liggur hérna í næsta herbergi og steinsefur. Én í da gog á morgunn ætlum við að klára jólagjafa kaupin. Ég kláraði að versla jólagjafirnar til Jóseps í gær og er ég bara nokkuð ánægð með þær, vona að hann verði ánægður.
Hinrik karlinn kláraði fagbréfið sitt í dag, til hamingju Hinrik þetta er alveg æðislegt.
En jæja gott fólk, það bara gleimdist að senda jólakort í ár og þá ælta ég að nóta tækifærið og óska ykkur öllum gleðilegra jóla
jólahjóla kveðjur frá Noregi
Bloggar | Fimmtudagur, 21. desember 2006 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Já ég keyrði karlinn út á flugvöll í morgunn, ekki gaman. Ég fór svo að versla jólagjafir og þegar ég kom heim hlustaði ég á jólalög og pakkaði inn gjöfonum, ég fékk alveg rosalega heimþrá allt í einu. Og ofaná það þá sakna ég mannsins míns strax, það er sko ekki gaman af þessu.
Annars er það að frétta að síðasti kensludagur í skólanum mínum er á mánudaginn, svo er ég að vinna á þriðjudaginn og ætla því að reyna að komast til Oslo á þriðjudagskvöldinu. Eina vandamálið er það að ég er að vinna til hálf 8 og síðasta vélin fer hálf 9. En ég ætla að reyna að semja við fólkið á laugardaginn og byðja um að fá að fara korter í 7 eða þá að fá að vinna á mánudaginn í staðinn ef það er hægt. Ég vona það. Þá er bara að finna einhvern sem nennir að keyra mig út á völl, taka inn póstinn og gefa fiskonum að éta.
En ég á eftir að nota mikið af tímanum til að læra, við stelpurnar i hóp 10 í háskólanum erum alveg að verða búnar með enn eitt hópverkefnið. En þá tekur bara einstaklingsverkefnið við og stór hluti af jólonum mínum í ár fara einmitt í það. En sem betur fer er ég komin með nýja ferða tölvu sem ég get bara tekið með mér, verst er nú að þurfa að burðast með allar bækurnar með sér, það er enginn litill stafli.
En jæja það er víst best að reyna að sofna núna.
Kveðjur frá Norge.
Bloggar | Fimmtudagur, 14. desember 2006 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Jæja tölvuvandræðin héldu áframog við erum búin að lova því að við munum aldrey og ég meina ALDREY versla aftur á netinu. Það var búið að lova okkur að við myndum fá peninginn fyrir tölvunni endurgreyddann í síðastalagi í dag. En eins og venjulega þá er ekki hægt að treysta þessu liði sem maður talar við þarna. Jósep fékk loksins að tala við eigandann og hann lofaði okkur að hann myndi senda peninginn í dag. Þannig að núna er þetta bara spennó.
En annars er það að frétta að Jósep er að fara til Oslo í fyrramálið. Þá kemur hann ekki heim fyrr en einhvertímann á nýja árinu. En ég á miða til Oslo á föstudaginn, er samt að spá í að fara bara á þriðjudagskvöldið í staðinn, ég bara nenni ekki að hanga ein heima með ekkert að gera. Skólinn búinn og ég komin í jólafrí frá vinnunni. En mig hlakkar ekkert mikið til að vera ein heima í næstum því viku, en ég fæ allavegana nógan tíma til að læra.
Jæja þar til næst
Bestu kveðjur frá Norge
Bloggar | Miðvikudagur, 13. desember 2006 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Já það er að nálgast jólin og það er enþá 8 stiga hiti hérna í Stavanger á kvöldin, þetta er sko alveg ótrúlegt. En við verðum reyndar í Eidsvoll um jólin en það er spurning hvort að það verði ekki bara rauð jól þar líka, það hefur að vísu snjóað þar í vetur en svo hitnaði og núna er að kólna aftur og svo á að hlína aftur. Og vitið þið hvað það eru 4 ár síðan ég upplifði hvít jól síðast og mér finnst bara ver kominn tími til að fá hvít jól. Ég verð að viðurkenna að mér finnst ansi leiðinlegt þegar snjórinn er að bráðna og allt er blautt og slabb alstaðar, en það er þessi virði svona bara einusinni.
Bloggar | Laugardagur, 9. desember 2006 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)