Jæja karlinn er farinn aftur

Já þá er ég búin að skutla karlinum út á völl, það er nú meira vesenið að hann þurfi að vinna á Gardermoen flugvellinum í Oslo. En ég hef allavegana nóg að gera á meðan hann er í burtu, nóg að lésa fyrir skólann, skrifa verkefni og vinna. Ég ætla að reyna að vera búin að skrifa eitt verkefnið þegar hann kemur heim næsta fimtudag, þannig að ég geti verið í "fríi" frá skólaverkefnonum á meðan.

Annars er nú bara ekkert að frétta af mér, mig er farið að hlakka mikið til að fara á fundinn varðandi vinnuna á miðvikudaginn og svo er ég búin að finna 2 vinnur sem ég ætla að sækja um. Eina hjá barnavermdarnefnd og aðra inn á það sem kallast á norsku avlastningshjem. En avlastningshjem er stofnun sem tekur við útvíklings hömluðum börnum til að gefa foreldronum smá frí.

Þannig að mottóið mitt fyrir þessa viku er að ef ég brosi til heimsins brosir heimurinn til mínGrin.

Þannig að Keep smiling peopleGrinSmileLoLToungeSideways


Pirr pirr

Jæja ég var að fá sms frá norska lánasjóðnum, ég fæ engin námslán borguð fyrr en ég er búin að borga skólagjöldin fyrir þessa önn, sem er í sjálfru sér allt í lagi. Nema að skólinn sé í einhverjum vandræðum með tölvurnar sínar og geta ekki sent út reykningana!!!! ARG á hverju á maður að lifa á meðan??? Lofti og ást eða??? Samkvæmt meili sem ég fékk frá skólanum ættu reykningarnir að vera komnir en nei þeim seinkar víst aðeins lengur um óákveðin tíma. Og þegar ég loksins fæ reykninginn og borga hann þá þarf ég að bíða í heila viku eftir að fá peningana, ohhhhhhh.

Vá bara varð að fá þetta út. 


Í dag

Í dag er síðasti dagurinn sem karlinn er heima, að vísu er bara vika þar til hann kemur heim aftur en það er nógu helv... leiðinlegt fyrir það skal ég segja ykkur. Ég er nú mikið að spá í að fá mér lítið gæludýr, þannig að ég hef allavegana einhvern heima sem tekur á móti manni. Verst að það er svo dýrt að fá sér gæludýr hérna í Noregi. En ég sé bara til.

Jæja ætla að fara að njóta dagsins með karlinum

Bless í bili

 


Vitlaust veður

Já það er víst óhætt að segja að það sé vitlaust veður hérna í Rogaland í augnablikinu, brjálað rok og rigning ( en það rignir alltaf hérna hvort sem er þannig að maður er hættur að taka eftir því hvort sem er ). 

dómkyrkjan í Stavanger Þetta er dómkyrkjan í Stavanger. Í augnablikinu er búið að loka svæðinu í kring vegna þess að þaksteinarnir eru bara að hrinja niður af þakinu á kyrkunni vegna veðurs.

 

Annars er það að frétta að ég er að spá í að sækja um nýja vinnu enn og aftur. En málið er bara það að vinnuaðstæðurnar þar sem ég er núna eru ekki neitt allt of góðar.  Smá misnotun af starfskrafti í gangi. Ég vinn sem personlig assistent eins og það kallast með 8 ára gamlan fjölfatlaðan strák. Ég starfa í raun og veru fyrir hann og vinnan mín er að gera hans líf auðveldara og eins eðlilegt og hægt er inni á heimili foreldra hans. Þetta er tildörulega nýtt hérna í Noregi en Stavanger Kommune byrjaði með þetta fyrir 1 ári síðan. Ég fékk að vísu símtal frá Stavanger Kommune áðan þar sem þeir eru að byðja mig um að koma í viðtal. Þeir eru að fylgjast vel með þessu og vilja segja okkur sem vinnum sem Personlig Assistenter hvað við eigum að gera í vinnunni og hvað ekki. Ég er mög fegin að ég var kölluð inn þar sem ég fæ þá að vita nákvæmlega hvað ég á að gera í vinnunni og fá svar við spurningonum mínum. Þetta verður mjög spennó en ég held að það sé öllum fyrir bestu að segja bara sannleikan.

 


Það eru sko mörg skrítin lög í Bandaríkjonum!!! og Alaska

Í Vermont er bannað að blístra þegar maður er í vatni

Í Michigan er lögbrot að hrækja móti vindi

Í Nebraska er bannað að hnerra í kyrkju

Í Califórníu stendur í lögum að það er bannað að sýna hrillingsmyndir á mánudögum,þriðjudögum og miðvikudögum

Í Georgia er ólöglegt að hrjóta ef maður er með hurðar og glugga opna.

Í Pennsylvania er ólöglegt að hengja út kvennmansnærföt ef þau sjást frá götunni

Í Maryland er bannað að taka ljón með sér í bíó!!!! LoL

Í Ohio er bændum bannað að marsera með gæs í aðalgötum bæarins

Í Washington er ólöglegt fyrir bæði konur og menn að ríða ljótum hest

Í Michigan þarf maður enþá að hafa leifi til að vera í sundfötum á almannafæri

Í Colorado fá húskettir ekki að hlaupa lausir nema vera með ljós fest á skottiinu

Í massachusetts er ólöglegt að kaupa bleiur á sunnudögum nema það sé neiðartilfelli

Í massachusetts er bannað að láta fæturnar hanga út um gluggan

Í Florida er ólöglegt að syngja þegar maður er í náttsloppnum

Í Illinois er bíflugum bannað að fljúga yfir bæ eða eftir götonum ( Fá þær þá sekt eða???)

Í nebraska er ólöglegt að æla í kyrkju

Í Cleveland er ólöglegt að hjóla án handa

í Maine er ólöglegt að handaka dauða manneskju 

Í Oklahoma er bannað að lésa teiknimyndasögur þegar maður keyrir bíl

Í Flórída er bannað að binda fíl við stöðumælir ef maður borgar ekki fyrir stæðið

Í Tennessee er bannað að keyra þegar maður er með bundið fyrir augun eða er þreyttur

Í tennessee fá froskar ekki að kvakka eftir kl 23:00

Í Alaska er ólöglegt að trufla grizzly björn til að taka mynd af honum

Í Oklahoma er ólöglegt að kyssa einhvern út á götu í meira en 3 mínotur

Í Kentucky er ólöglegt að veiða fisk með pílu og boga

Í Nord Dakota er ólöglegt að sova með stígvélin á sér

Í Wisconsin er ólöglegt fyrir konur að klæðast rauðu á almannafæri

Í New Mexico er konum bannað að vera á almannafæri með órakaðar lappir

Í connecticut er ólöglegt ð fljúga flugdreka án leifis

Í massachusetts meiga hænur ekki  fara inn í bakarí, samkvæmt lögum

Í Pennsylvania er ólöglegt að sofa í frystikistunni (Hlítur að vera kalt að sofa í frystikistu)

Í Washington er bannað að fljúga flugdrekanum sínum hraðar en löglegum hámarkshraða (Þaö er eins gott að það sé ekki mikið rok)

Í California er ólöglegt að fánga mús án leifis

Í Califroniu er ólöglegt að veiða elg í aðalgötum bæjarins ( Ég vissi ekki að það væri elgur í Californíu)

Í Wyoming er ólöglegt að taka mynd af kanínu undir 4 ára aldri

Í Californiu er ólöglegt að hjóla í sundlaug

Í Oklahóma er ólöglegt að taka með sér tönnina sína sem er búið að draga úr manni

Í Alaska er ólöglegt að geva lifandi elg áfengi

Í Washington er ólöglegt að veiða þegar maður er á hestbaki

 

Jæja gott fólk, ég vona að þetta hafi gefið ykkur góðan og mikinn hlátur og hafið þetta á bak við eyrað þegar þið farið næst til Bandaríkjana eða Alaska.Tounge


Það er ekki hægt annað en að hlæja af þessu

Flypassasjer berserk pð Gardermoen

Farþegi Air France sem var á leið til Cubu misti sig gjörsamlega þegar hann var beðin um að borga fyrir yfirvikt. Hann hoppaði yfir innritunar borðið, sló starfsmanninn í andlitið og beit hann svo í brjóstkassan ( í gegnum brjóstkassan ). Starfsmaðurinn var fluttur upp á lækna vakt þar sem hann fékk stífkrampasprautu og aðhlinningu. Farþeginn var fluttur í varatekt. Fram kemur að farþeginn sé af útlenskum uppruna en er norskur ríkisborgari.

(þessi grein er inni á www.vg.no)

Ég held nú að þessi farþegi fái ekki að fljúga með Air France á næstunni. 


Jæja þá er .það ákveðið

Við ákváðum að láta bílinn bíða þar til bíllinn sem við erum mest að spá í kemur út í mars. Toyota Auris, drullu svalir bílar, svona allavegana af myndonum að dæma. Þannig að bílakaupin á þessu heimili verða sett á ís þar til í apríl maí.Devil

What to do what to do???

Við erum alveg ótrúleg. Fyrir ári síðan fundum við RX-8 sem okkur langaði alveg geðveikt mikið í, sóttum um lán, bjuggumst alls ekki við að fá það þar sem bíllinn kostaði 5 millur íslenskar. Hugsuðum okkur um í 5mínotur og ákváðum að það væri geðveiki að kaupa sér svona fínan og dýran bíl og ekki vera með bílskúr.

Núna erum við búin að vera að skoða bíla, bæði nýlega og nýja. Auðvitað er búið að hækka skattana og gjöldin á bílonum hérna í Noregi enn eina ferðina, en við erum alveg óð þar sem við erum í erfiðleikum með að sætta okkur við bílinn sem við erum með í dag. En allavegana við fundum bílinn ( toyota corolla T-Sport ) fengum lánið, en settumst niður og ákváaðum að láta það bíða. Alveg þar til aðstæðurnar breyttust aðeins í gær og núna erum við orðin alveg kol rugluð aftur.

Á maður að sætta sig við BMW drusluna sem er við það að hrinja, eyðir alveg rosalega miklu bensíni og kemst varla áfram ( að mínu mati ). Eða fara fyrir Corolluna sem allavegana kemst áfram og það verður pottþétt ekkert vesen með hana næstu 4 árin. Hummm

 


Norðmenn eru svo skrítnir stundum.

Ok meðalfjölskylda í Noregi er : foreldrar 2 börn, hálfru hundur og hálfur köttur

Meðal fjölskylda í Noregi á : Steisjon, hús, sumarbústað og bát.

Og ég skal segja ykkur það að maður er ekki maður með mönnum án þess að vera "meðal" fjölskylda.

Anywho ég fór inn á www.stavanger-aftenblad.no til að athuga lókal fréttirnar og vitir menn, ég lá hérna í hláturskasti í smá stund.

1) Kona strippaði sig inn í fangelsi.

Kona á 40 aldri reyndi að strippa sig inn á skemmtistaði í Haugesund í nótt en í staðinn strippaði hún sig inn í fangelsi.

2) Ölvaður maður synti yfir Voginn (höfninga í miðbæ Stavanger)

 Ölvaður maður kastaði af sér fötonum og hoppaði út í kaldan sjóinn í Vogen í nótt, lögreglunni var gert viðvart. Þegar lögreglan kom á staðinn var maðurinn kominn á hinn endan á höfninni. 

 

Lol

Það er svo gaman að lésa svona fréttir einstaka sinnum. 

 


Siðferðilega brenglað fólk ( að mínu mati)

Ég var að lésa frétt inni á www.dagbladet.no um 9 ára gamla stelpu sem heitir Ashley. Hún er á stærð við ungabarn og hreyfi og þroskahömluð. Þroskinn hennar stoppaði þegar hún var 3 mánaða, foreldrarnir hafa haldið henni á lyfjum til að halda henni lítillri í þeim tilgangi að þau ekki eigi í erfiðleikum með að hugsa um hana. Þau hafa einnig látið fjarlægja legið hennar og komið í vg fyrir að brjóstin hennar stækki. Þetta vilja þau meina að sé einungis gert til að gera hennar líf eins auðvelt og þægilegt eins og hægt er. 

Mín spurning er, er þetta í alvörunni siðferðilega rétt???

hver veit hvernig lífi þessi unga stúlka gæti haft ef hún fengi að stækka eins og náttúran hefur ákveðið. Miðað við hvernig ég skil þetta þá er henni einungis haldið lítilli til að létta líf foreldranna, er meira "normal" að eiga ungabarn allt lífið en útvíklunar hemlaðan fullorðin einstakling. 

Ég veit að ég hef sterkar skoðanir um þessi mál en það er einnig mikið út af náminu mínu. En ég ætla samt að láta þetta út úr mér. Here it goes

Mér finst þetta vera gert til að auðvelda líf foreldranna ekki stelpunnar, það eru margir hreyfi og þroskahamlaðar manneskjur sem eru með eðlilega útvíklun á líkama sínum sem lifa góðu lífi í dag eftir aðstæðum vel að merkja. Það að taka úr henni legið og hemla líkamlegan þroska hennar hlítur að hafa einhverjar afleiðingar.

Vá hvað ég get orðið reið. Þetta er það sem ég kalla siðferðilega rangt.

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband