Kominn timi til ad blogga :)

Uff jæja, tha er eg alveg buin med starfsnamid og thad gekk bara mjøg vel. Mer var meira ad segja bodin vinna thar sem eg var i starfsnaminu, enda tok eg thvi tilbodi thar sem thetta er bara  ædislegur vinnustadur og svo hjalpar ad thetta er svoldid mikid betur borgad heldur en stadurinn thar sem eg var ad vinna a adur. Eg er bara byrjud ad vinna næturvaktir a fullu thar sem mer er bodinn svo mikill peningur fyrir thær, en eg fæ um 30 thus islenskar fyrir eina næturvakt. Ad visu er vaktin 10 timar og eg er ad fa 100 % yfirvinnu thar sem theim vantar svo folk.

En nu er bara 1 vika eftir af skolanum og svo er eg komin i sumarfri. Eg ætla ad byrja sumarfriid a ad kikja til Eidsvoll i heimsokn til Joseps og foreldra hans a føstudaginn. Josep fer nefnilega ad vinna aftur a midvikudaginn.

En thad er buid ad vera mikid ad gera sidustu vikurnar med verkefni, starfsnam og vinnu. Eg a altaf svo bagt med ad segja nei thegar eg er bedin um ad vinna aukalega, thannig ad thad var mikid af auka vøktum. En mig er farid ad hlakka mikid til ad komast adeins i burtu og slappa af  heima hja foreldrum hans Joseps.

Jæja ætla ad fara ad setja i thvottavel og skræla karteflur fyrir morgunndaginn.

Knus og kossar

Kolla


Ég er búin :)

að skila inn síðustu verkefnonum Wizard, þetta voru verkefnin sem ég skrifaði um vistmennina þar sem ég er í starfsnámi. Þeim var skilað í dag. Ég er ekkert smá fegin að vera búin með þetta, og núna eru bara 2 vikur í sumarfrí.  Ég er búin að hafa svo mikið að gera í starfsnáminu, verkefniavinslu og vinnu að ég hef bara ekki haft tíma til að gera neitt. Hafði varla tíma til að tala við manninn minn meðan hann var hérna.

Ég var að vinna mína fyrstu næturvakt í nótt, gat ekki sagt nei þar sem ég fékk næstum því 3000 íslenskar á tímann. Ekki slæmt, er að vinna aftur aðfaranótt mánudags fyrir sömu launum. Er svo búin að ákveða að versla mér föt í næsta mánuði fyrir allan peninginn. Mig er farið að hlakka mikið til að gera það.

En kæru vinir, vildi bara láta í mér heyra, ætla að fara að sofa núna þar sem ég er búin að sova 5 tíma síðustu 48 klukktímana. Kíki á ykkur á morgunn.

Knús og kossar

Kolla sem er að verða þroskaþjálfanemi á 2. ári :) 


17 maí ( þjóðhátíðardagur norðmanna ) og fleira

Já í dag var haldið hátíðlega upp á þjóðhátíðardag norðmanna. Ég byrjaði á að hitta vinkonu mína niðri í bæ og þar fengum við okkur að borða og auðvitað smá bjór í góða veðrinu. Svo horfðum við á fólkið labba framhjá meðan við slöppuðum af og fengum okkur enn einn bjór. Mikið var af fólki í þjóðbúningum og hellingur af krökkum hlaupandi um með blöðrur. Eftir það lá leið okkar aftur upp á Storhaug (hverfið þar sem ég bý) til að horfa á skrúðgaungu eða folketoget eins og norðmenn kalla það. Það var rosa stemning og mjög gaman, sá meira að segja íslenska fánann hangandi utaná einu húsinu. Svo sátum við aðeins hérna út í garði og nutum góða veðursninsCool.

Það er búið að vera nóg að gera hjá mér eins og venjulega. Er bara búin að vera í starfsnáminu og vinna með verkefnin í sambandi við það. En alt gegnir mjög vel. ég fékk tilboð um 3 vikna vinnu í sumar sem mig langar alveg rosalega til að taka. Ennnn ( alltaf en ) ég er búin að taka að mér sumarvinnu og mig vantar vinnu fyrir alt sumarið. En ég sé bara til hvað ég geri.

Ég passaði hund vinkonu minnar síðustuhelgi. Dýrið stakk af tvisvar, tók mig næstum því 2 tíma að ná honum aftur. Vandamálið er að hann gekk svo ílla í bandi þar sem hún er alltaf með hann lausan. Og þar sem hann var vanur því ákvað ég að prófa að sleppa honum í garði hérna rétt hjá. Þannig að ég hélt honum í bandi eftir þetta. 

Jósep karlinn fór aftur að vinna í gær, þurfti að fara einum degi fyrr þar sem hann var að fara á námskeið. Svoldið leiðinlegt þar sem ég er búin að hafa svo mikið að gera að ég hef varla séð hann. Það eru svona tímar þar sem það er virkilega leiðinlegt að hann vinnur í Osló. En það kemur sér vel seinna meir.

 Jæja ætla að segja þetta gott í bili

Knús og kossar 

 


Bara mánuður eftir :)

Jæja, þá er bara mánuður eftir af þessu skólaári. Ég er búin að ná prófunumWizard , þar með er bara starfsnámið eftir og verkefnin sem tengjast því. Ég var með einskonar miðannar mat fyrir starfsnámið i dag og það var bara jákvættWizard

Ég er búin að vera ofboðslega stressuð upp á síðkastið út af öllu og engu. En það er alt að róa sig núna. Það var rosalegt drama í vinnunni á sunnudaginn, en sjúklingurinn réðst á okkur starfsmennina.W00t Það var einn sem meiddist, en sem betur fer ekki mikið. Ég sá hvað var að koma og setti öryggiskerfið í gang um leið, það bjargaði miklu þar sem við 3 sem vorum þarna náðum ekki að ráða við hann. Þar með komu 2 stórir karlmenn okkur til hjálpar og við urðum að vera 5 til þess að ráða við sjúklinginn. Þetta var rosalega lífsreynsla, enda var það fyrsta sem ég gerði eftir á að reykja, bara varð að reykja. Það var ekki lítið magn af adrenalíni sem flæddi um æðarnar þarna.  Als ekki auðveld vinna. En það sem kom mér mest á óvart voru mín eigin viðbrögð, ég hikaði ekki einu sinni, bara kom öryggiskerfinu í gang og svo hoppaði ég beint inn í slagsmálin. Þegar ég hugsa tilbaka get ég bara hugsað um hvað ef ég hefði slasast og svo framvegis. En málið er auðvitað það að ef ég hefði ekki hoppað inn gæti verið að einhverjir aðrir hefðu slasast. 

Þessa vikuna er ég bara búin að sitja yfir lærdómnum, enda er ég alveg búin að fá nóg og get varla beðið eftir að komast í sumarfrí. Það er búið að bjóða mér vinnu á staðnum þar sem ég er í starfsnámi í haust. Ég reikna með að ég taki þeirri vinnu þar sem þetta er mjög góður vinnustaður.

Ég er ekkert búin að gera neitt annað í heila viku en að sofa, læra, borða og vinna. Jósep kemur heim í fyrramálið, það verður gott að fá hann heim og taka sér einn dag pásu frá lærdómnum.Smile

Knús og kossar

Kolla 


Stress stress og enþá meira stress

Það er búið að vera mikið að gera hérna upp á síðkastið. Ég er að vinna í 3 verkefnum og svo er ég auðvitað í starfsnámi og að vinna í þokkabót. Það hefur lítill tími verið til að blogga og kíkja á ykkur, en mun reyna að kíkja á hvað þið eruð búin að vera að gera af ykkur um leið og tækifæri gefst.Wink

Stressið er komið á fult, ég fæ víst einkanirnar mínar fyrir prófverkefnin á föstudaginn. Ég er komin í gang með 3 af 4 verkefnum sem ég á að skrifa og hef nú bara 4 vikur til þess að klára þau. Það er erfitt að setjast niður þegar Jósep er heima og það er svona gott veður úti eins og hefur verið síðustu vikuna. En mig er farið að hlakka alveg rosalega til að komast í sumarfrí og geta slappað aðeins af. Það eru nú allavegana bara 5 vikur þangað til. 

Jósep er búinn að vera heima síðann á miðvikudaginn, hann er búinn að vera mín stoð og stytta síðustu vikunar þar sem stressið er að kicka inn hjá mér. En leiðinlegt að eiða tímanum í að læra og vinna þegar hann er heima. En eins og ég hef sagt áður það eru bara 5 vikur eftir.

Tonje og Arne komu í mat til okkar á laugardaginn, það var kjaftað, borðað og drukkið rauðvín fram á rauðan morgunnTounge. Við skemtum okkur rosalega vel.  Við Jósep buðumst til að passa hundinn þeirra þar sem þau eru að fara í fermingarveislu í Þrándheimi þarnæstu helgi. Það verður æðislega gaman að hafa þetta kríli hérna, hann er svo góður hundur.

Jæja þá verð ég víst að snúa mér að lærdómnum í bili, ég kíki á ykkur við fyrsta tækifæri

Kossar og knús

Kolla 


Góða helgi :)

Loksins kom helgin og henni fylgir helgarfrí í þetta skiftið Grin .

Hausverkur og smákvef.

Ég er búin að vera að vinna á greiningarstöðinni um helgina. Á laugardaginn gekk alt mjög vel en á sunnudaginn var sko fjör. Ég byrjaði að vinna kl 9 um morguninn á sunnudaginn þar sem það vantaði fólk. Hann sem býr þarna vaknaði nú frekar snemma þar sem hann var að fara í heimsókn til mömmu sinnar. Alt gekk vel á leið til móður hans, en svo byrjaði fjörið þegar við vorum hjá henni. Við vorum 3 sem vorum að vinna með strákinn, og hann var orðin frekar pirraður. Á endanum urðum við bara að fara, og þá byrjaði aðal fjörið. Hann var ósáttur við alt og ferlega reiður. Ég sat með hendurnar á öryggisbeltinu, tilbúin til að hoppa í aftursætið og hjálpa til við að halda stráknum niðri.  Seinna um daginn fórum við með strákinn út að labba og þá þurfti auðvitað að koma hellidemba, ég blotnaði auðvitað í gegn og fékk kvef í verðlaun fyrir að eiga ekki almennilegan regngalla. ég var svo í vinnunni til kl 9 um kvöldið. En þetta var frekar erfiður dagur þar sem strákurinn var frekar unstabel í gær. Svo var farið á fætur kl 6 í morgunn og farið í næstu vinnu.

Ég gat loksins byrjað á einu verkefninu í dag, mér létti ekkert smá mikið, bara gott að vera allavegana byrjuð. En í kvöld er leti kvöld hjá mér. Ekki veiti af :)

 

Knús og kossar

Kolla 


Góðan dagin :)

Í dag á hann yndislegi maðurinn minn afmæli, og ekkert minna en 30 ára. Til hamingju með daginn ástin mínWizard

Hérna er sól og blíða í dag en ég held að það sé samt nú frekar kalt. Ég er að fara að vinna kvöldvakt í kvöld. Frekar leiðinlegt þar sem síminn hætti ekki að hringja hérna í gær, fult af fólki að fara út á djammið. Kanski að ég kíki bara eftir vinnu, hver veit.

Annars er alt gott að frétta, mikið að gera. Er ekki að fatta hvernig ég eigi að fá tíma til að vinna í 2 vinnum og skrifa verkefni já sama tíma, en það kemur bara í ljós, humm humm. En ég er að fara að tala við einn kennaran minn á þriðjudaginn og þá mun ég vætnanlega ákveða um hverja verkefnin mín eiga að vera um. Þá er nú helmingurinn af vinnunni búinn og restin ætti ekki að taka alt of langan tíma. En ég ætla að taka með mér skólabækur í vinnuna í dag og reyna að lésa aðeins. Það væri fínt að geta klárað þetta sem fyrst.

við erum búin að panta miða til Íslands í lok júlí, þar sem við erum að fara í brúðkaup en við munum einnig stoppa yfir verslunarmannahelgina :9). Það ætti að vera gaman.

Knús og kossar

Kolla 


Gleðilegt sumar :9)

Kæru vinir og vandamenn.

Ég vil óska ykkur öllum gleðilegs sumars :9)!!!

Jæja best að byrja að blogg aftur. Hér er búið að vera alveg svaðalega mikið að gera, húff púff. En við erum búin að fá nýja fína bílinnSmile, hann er bara GEÐVEIKURW00t. Geðveikt að keyra hann, alveg yndislegur og bara rosalega flottur. Við náðum að selja bimman á mánudagskvöldið, einn sem kom og staðgreiddi hann.  Svo er ég á fullu í starfsnáminu, það gengur alveg rosalega vel. Enda er ég að spá í að sækja um vinnu þarna í haust. 

Jósep fer aftur að vinna í kvöld, en í þetta skiftið held ég að tíminn verði mjög fljótur að líða þar sem ég er að vinna á hverjum degi þar til hann kemur heim.

Ég er búin að fá leifi til að skrifa um eina unga stúlku sem er á hvíldarheimilinu þar sem ég er í starfsnáminu. En ég á að skrifa 4 verkefni á þessum 9 vikum sem ég verð þarna. Þarna er mikið af skemtilegu fólki.

Hérna hefur vetur og sumar frosið saman. Hérna breitist veðrið núna á 5 mínotna fresti. Sól, rigning, sól, snjókoma, sól, þurumuveður og svo sól og haglél. Alveg ótrúlegt.  Ekki gaman þar sem bíllinn er á sumardekkjum, low profile í þokkabót, úff. Hlakka ekki til að fara að keyra karlinn út á flugvöll í kvöld.

Jæja ætla að kveðja í bili og fara að knúsa karlinn minn.

Knús og klem 


Búin að skila prófmöppunni og fyrsta deginum í starfsnámi lokið

Smile

Já var nú frekar pirruð í gærkvöldi þegar ég fant fullt af villum í hópverkefnonum en mátti ekki laga það þar sem 2 af stelponum í hópnum skiluðu sinni prófmöppu fyrir páska, pirr pirr. Hópverkefnin verða nefnilega að vera alveg nákvæmlega eins.Angry En svona er þetta bara, ekkert hægt að gera í því núna. 

Fyrsti dagurinn í starfsnáminu kom mér mjög á óvart. Ég er í starfsnámi á hvíldarheimili, þetta er bara stórt einbílishús og ferlega kósý. Ekki þarf ég að taka með mér mat í vinnuna þar sem ég fæ að borða í vinnunniSmile, líst vel á það. Það var búið að setja upp 3 vikna vaktlista fyrir mig og sá leit sko bara mjög vel út. Starfsfólkið er vant að vera með nema og voru mjög almennileg. 

svo næ ég í karlinn í fyrramálið og vonandi bílinn líka. Híhí, mig hlakkar ekkert smá til að fá bílinn og karlinn heim :). 

Svo fattaði ég það í gær að við karlin áttum 6 ára brúðkaupsafmæli á föstudaginn. Jósep man aldrey neitt svona og ég stein gleimdi því þar sem ég fékk svo slæmar fréttir á fimtudaginn. Afi kallinn er á sjúkrahúsi líka og það var bara allt í skralli hjá mér um páskana. En ég var nú að spá í hvort ég ætti bara að láta eins og ég væri að bíða eftir að Jósep myndi eftir þessuTounge, stríða honum pínu.

En þá er að byrja á nýjum skólaverkefnum, á nefnilega að skrifa 4 verkefni á þessum 2 mánuðum sem ég er í starfsnámi. Altaf nóg að gera :9)

Knús og klemHeart


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband