Ég vil byrja á að þakka ykkur fyrir allar fallegu kveðjurnar. Franz var yndislegur hundur og hans er sárt saknað.
En annars er búið að vera nóg að gera hérna hjá mér. Fresturinn fyrir að skila inn prófmöppunni er á morgunn og ég er búin að vera á fullu að leiðrétta verkefni og prenta og svo leiðrétta aðeins meira og prenta enþá meira. Ég er nefnilega ein af um 70 tilraunardýrum í háskólanum, við förum ekki í próf en höfum skrifað 6 aðalverkefni sem eiga semsakt að fara í þessa prófmöppu og við fáum svo einkun út frá þeim.
Svo byrja ég í starfsnámi á morgunn, það verður sko spennandi þar sem ég hef ekki fengið neinar upplýsingar um þennan stað. Hef fengið eitt skilaboð um að ég eigi að mæta klukkan 10 og svo annað sem segir 8. En ég hef svarað og látið vita að ég kemst ekki fyrr en kl 10 þar sem ég á að skila prófmöppunni á morgunn og þarf að gera það fyrst.
Bíllinn okkar er loksins komin til Stavanger en það tók næstum því 3 vikur að koma honum hingað frá þrándheimi. En við getum líklega náð í hann á miðvikudag eða fimtudag þar sem Jósep kemur heim á miðvikudaginn og heimtar að sjá bílinn áður en ég næ í hann. Sem er svosem í fínu lagi þar sem hann veit meira um bíla heldur en ég. Þannig að ég hef eitthvað til að hlakka til .
Jæja best að halda áfram með prófmöppuna.
Ég vona að þið hafið öll haft ánægjulega páska
Knús og klem
Bloggar | Mánudagur, 9. apríl 2007 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Ég var svo ótrúlega heppin að fá þessa elsku í afmælisgjöf 28 febrúar 1998. Hann er besta gjöfin sem ég hef nokkurtíman fengið. Þessi litli hundur var ekki bara venjulegur hundur, hann gerði mikið fyrir mig og ég sakna hans ótrúlega mikið.
Elsku pabbi og Maja, takk fyrir að hugsa svona vel um hann, ég vona að ykkur líði betur. Mér þykir óendanlega vænt um ykkur og veit að þið gerðuð alt fyrir hann. Takk fyrir að hugsa svona vel um hann fyrir mig.
Elsku Franz, ég vildi óska þess að ég hefði geta haft meiri tíma með þér. Ég vildi óska þess að ég gæti knúsað þig einusinni enn og fundið lyktina af þér einusinni enn og ekki minst heyrt hljóðin í þér einusinni enn. Ég mun ávalt sakna þín og þú munt altaf eiga stóran hluta af hjarta mínu. Ég elska þig litla krúttið mitt.
Þótt að þetta yndi sé búinn að yfirgefa þennan heim sit ég eftir með margar yndislegar minningar. Eins og þegar hann sýndi mér hvað hann gat verið ofboðslega sætur, en það sést á myndinni hérna fyrir neðan, þegar hannn strauk framlöpponum yfir hausinn aftur og aftur og svo gaf hann frá sér hljóðið sitt sem var eins og einskonar knurr. Og aldrey gleimi ég því þegar Óli bróðir var að kvarta yfir því að hann gæti ekki sofið á næturnar af því að Franz hraut svo hátt, híhí. Eins þegar þetta litla dýr réðst á St. Bernards hund og þóttist vera voða stór, St. Bernards hundurinn skildi ekkert í því hvað þetta litla dýr var að ergja sig. Eða þegar ég sá hann hoppandi alveg óður í framsætinu á bílnum hans pabba þegar þeir náðu í mig upp á Leifsstöð, altaf var hann jafn ánægður að sjá mig.
Hann var ótrúlegur karakter þessi hundur og skilur eftir sig stórt tómt pláss í hjartanu mínu. Söknuðurinn er ólísanlegur.
Bloggar | Fimmtudagur, 5. apríl 2007 (breytt 6.4.2007 kl. 00:06) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (18)
Jæja hérna er búið að vera yndislegt veður í heila viku og mikið að gera bæði með skólann og annað . Ég er sko að njóta þess að hafa karlinn heima hjá mér. En því miður þarf ég að nota smá af tímanum til að laga skólaverkefni og gera þau tilbúin til að skila inn. En svona er þetta bara :). Við erum að fara í mat til Tonje og Arne í kvöld. Arne ætlar að grilla handa okkur á nýja grillinu sínu sem Jósep sótti fyrir hann í gær. En Arne á ekki nógu stóran bíl, híhí. Svo verður líklega horft á bíómynd þar sem Arne var að kaupa sér myndvarpa og græjur sem Jósep hjálpaði honum að setja upp á fimtudaginn, þetta var 9 tíma vinna hjá þeim, karlmenn sko. Ætli þeir hafi ekki barasta notað tímann í að drekka bjór í staðinn. Á meðan fengum við Tonje okkur smá rauðvín og spjölluðum um hitt og þetta stelpu dót, híhí.
Annars er það að frétta að han Franzi minn er orðinn svo kvefaður að hann er kominn á pensílín. En hún Maja var svo góð að fara með hann til læknis í gær þar sem hann hóstaði svo mikið greiið, þar fékk hann 2 sprautur og svo pensilínkúr. Takk fyrir að fara með hann Maja mín, þú ert yndisleg. En ég talaði við pabba áðan og Franzi er víst farinn að lagast núna sem betur fer. Aumi litli strákurinn minn.
Marblettirnir mínir eru að lagast en ég er með smá verki í mjöðmonum, reykna með að ég hafi tognað aftur, en er sko ekkert á leiðinni til læknsi. Hann segir mér örugglega bara að éta einhverjar pillur og liggja heima, því nenni ég sko ekki.
Jæja skólaverkefnin bíða
Bestu kveðjur úr góða veðrinu :)
Knús og kossar
Bloggar | Laugardagur, 31. mars 2007 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (15)
Jæja, fyrir um það bil 2 árum síðan náði ég að fljúga niður stigann hérna, endaði með því að ég var með svo stóran kolsvartan marblett á rassinum og tognaði á mjöðminni. Þannig að ég gat ekki setið og ekki unnið í 2 vikur. Nema hvað á sunnudagsmorguninn þegar ég er að labba niður stigann frá loftinu og niður á 2 hæðina hrin ég niður stigann. Í þetta skiftið náði ég mér í nokkra fallega marbletti hér og þar, sumir eru svartir og svo er kúla sem stendur út. En ég reykna með að það hafi blætt inn á vöðvan aftur. Og auðvitað náði ég að slá bakinu aðeins í líka, ekki sniðugt. Þar með hef ég komist að því að ég er með svokallað klaufagen.
Annars er það að frétta að ég var að vinna um helgina. Mér líkar mjög vel við starfsfólkið og fékk að upplifa smá action, hann sem við erum að hugsa um fékk smá brjálæðiskast og réðst á einn starfsmanninn. Alt gerðist voða hratt og innan við 10 sekúndur var annar starfsmaður kominn, þeir urðu að halda honum niðri á sófanum meðan hann róaði sig niður. En þar sem þetta tók smá tíma varð ég að íta á öryggiskerfið til að kalla niður 2 í viðbót til að aðstoða. Þrátt fyrir þetta finn ég firir miklu öryggi í vinnunni þar sem maður er aldrey einn og næsti maður altaf að filgjast með.
Hér er sko altaf nóg að gera og þá sérstaklega með skólaverkefni. Við vorum með hópvinnu í dag þar sem við fengum 6 klukkutíma til að klára verkefnið. Þetta tók bara nokkuð á þar sem ein stelpan í hópnum var í einhverju leiðinlegu skapi og fanst voða gaman að rífast um eitthvað. Ég stóð nú bara upp og bað hana um að geima þetta þar til seinna þar sem við hefðum engann tíma til þess að rífast í dag og hana nú, þetta endurtók sig svona 6 til 8 sinnum. Þá var stelpan orðin nokkuð fúl út í mig en mér er alveg sama þar sem við náðum að klára verkefnið og hefðum ekki náð því annars.
Núna kemur Jósep heim í fyrramálið og við erum að vonast til þess að bíllinn verði kominn til Stavanger :). En hann verður líklega upptekinn allan morgunndaginn við að leika sér í Playstation. En þá hef ég tíma til þess að fínpússa verkefnin mín þannig að þau séu tilbúin til að fara í prófmöppuna.
Jæja aftur að lærdómnum :)
Bestu kveðjur
Kolla súper dúper skólastelpa :9)
Bloggar | Þriðjudagur, 27. mars 2007 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
Jæja altaf jagn mikið að gera og ekki mínkar það. Á morgunn byrja ég að vinna, það verður spennandi og ég verð nú bara að viðurkenna að mig hlakkar bara til :).
Af skólanum er það að frétta að það er altaf jafn mikið að gera og ekki mínkar það núna. Nei, núna þurfum við nefnilega að fara að taka til öll verkefnin sem við erum búin að gera, rétta þau og svo þarf að skila þeim inn 10 apríl. Þessi verkefni verða prófin okkar. Úffff, svo er nú bara eitt aukaverkefni sem þarf að skrifa áður en við förum út í starfsnám. Og svo koma allavegana 4 verkefni sem við eigum að skrifa á þessum 2 mánuðum sem við erum í starfsnámi.
Svo playstation 3 í næstu viku og karlinn er að deyja úr spenningi, ég verð að viðurkenna að ég er meira spent yfir að fá bílinn, sem einnig kemur í næstu viku. Altaf nóg að gera hérna.
Svo erum við 4 stelpur úr hópnum í skólanum sem ætlum að hittast hérna á mánudaginn og vinna saman með verkefnin okkar. Þá munum við leiðbeina hvor annari og auðvitað þurfum við að skemta okkur smá líka. Þær voru hérna í gærkvöldi, við opnuðum eina flösku af rauðvíni og ákváðum að skemta okkur aðeins við lærdóminn, enda náðum við að gera þónokkuð :9).
Jæja kæru vinir, það er best að halda áfram að læra, það þíðir víst ekkert annað :9).
Knús og kossar
Kolla
Bloggar | Föstudagur, 23. mars 2007 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
Jæja, þá er ég búin að sitja í skólanum síðan klukkan 8 í morgunn og læra. Við erum nú loksins að veraða búnar með þetta verkefni en ég er með annað verkefni sem ég þarf að skila inn á sunnudaginn, þannig að ég er nú bara að kafna hérna.
Svo var auðvitað alveg rosalega gott að fá karlinn heim í gærkvöldi.
En það nýjasta nýtt er að við erum búin að kaupa nýjan bíl, þetta er Toyota Corolla T sport, 2005 árgerð keyrður 33 þúsund. Við urðum að slá til þar sem við fengum hann á alveg svaðalega góðu verði. Við fáum hann ekki fyrr en í næstu viku þar sem hann er á leiðinni frá Þrándheimi, en við erum búin að skrifa undir samninginn og búin að panta tryggingar þannig að alt er klappað og klárt.
Hann er lækkaður en kemur þannig frá verksmiðjunni :9)
Hún er als ekki ómyndarleg :9).
Bloggar | Þriðjudagur, 20. mars 2007 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (17)
Já hérna er nú bara fjör í augnablikinu, ég sé að ljóstastaurinn fyrir utan vaggar til og frá í vindhviðonum. Ég vona nú að veðrið verði orðið betra á morgunn þar sem ég tek lest í skólann á morgunn.
En helgin er bara búin að vera yndisleg. Stelpukvöldið heppnaðist vel og við kíktum auðvitað niður í bæ í rigningu og roki. En við létum það ekki skemma fyrir okkur :Þ.
Svo skrapp ég í annað partý í gærkvöldi, ekkert lengi var nú bara að ná í skólabækurnar mínar, en fékk mér smá bjór og talaði við liðið, eftir það fór ég til Tonje og við sátum og drukkum smá rauðvín og spiluðum þar til um 4 leitði í nótt.
svo í dag þá fór ég og talaði við umsjónarkennarann minn, en hún vill tala við allar nemendurnar sínar áður en við förum út í starfsnám. Bara svona til að athuga hvernig þetta legst í okkur og svoleiðis. Svo var bara haldið heim á leið og lærdómurinn tók við.
Jósep kemur loksins heim á morgunn, og mig hlakkar ekkert smá mikið til. En hann er búinn að vera í aukavinnu. Það er einnig búið að breita vöktonum hans þannig að núna vinnur hann 6 daga og er heima 8 daga í staðinn fyrir að vinna 7 daga og vera heima 7. Og mig hlakkar svo mikið til að fá hann heim núna, enda eru 11 dagar síðan hann var heima síðast. En við erum líka búin að vera að spá í að gera svoldið, ég vil ekki segja neitt fyrrr en það er komið í box og er 110 % öruggt.
knús og kossar
Kolla
Bloggar | Sunnudagur, 18. mars 2007 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
Jæja þá er búið að planleggja stelpukvöld á morgunn. Við verðum nokkrar vinkonur hérna og ætlum að drekka 1 rauðvínsglas eða kanski bara flösku hver . Og svo fæ ég líka að hitta eina vinkonu bestuvinkonuminnar ( Tonje ) sem kemur alla leið frá Þrándheimi til að koma í partý, híhí. En við erum búnar að planleggja kvöldið vel, það verður matur og svo einhver gómsætur eftirréttur.
Svo er ég búin að fá þær fréttir að ég byrja í vinnunni 24 mars, þetta verður spennandi:).
Svo er verkefnið komið vel í gang, reyndar er ég búin með meira en helminginn af því :). Altaf nóg að gera hérna, hehe.
Knús og klem
Kolla
Bloggar | Fimmtudagur, 15. mars 2007 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Jæja, ein búin að hlusta aðeins of mikið á u2 í dag. Er búin að vera svo upptekin með nýja verkefnið að ég hef lítinn tíma haft til að gera neitt annað.
Annars er það að frétta að ég fór í atvinnuviðtal í gær og var ráðin á staðnum, ég byrja að vinna 24 mars . Er að fara að vinna með einhverfa sem eiga við geðræn vandamál að stríða. Það eru að vísu bara 3 sem búa þarna einn vistmaður á hverri hæð. á fyrstuhæð eru altaf 3 starfsmenn í vinnunni, á annarihæð altaf 2 og á þriðju altaf 2. Þarna er mikið öryggi og starfsfólkið virtist vera mjög almennilegt. Þeir sem hafa byrjað að vinna þarna sem nemar hafa unnið öll 3 árin og sumir haldið áfram eftir útskrift líka. Mér líst bara mjög vel á þetta og er alveg ofboðslega ánægð.
Bestu kveðjur frá Noregi
Knús
Kolla
Bloggar | Miðvikudagur, 14. mars 2007 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
Annars er bara rólegur sunnudagur hérna hjá mér, það var nóg action í nótt. Ég kíkti á Tonje vinkonu sem var að vinna næturvakt á hótelinu. Um 3 leitið í nótt varð alt vitlaust fyrir utan hótelið og hún varð að fara út að gá. Henni var sagt að það væri einhver upp á þaki á hótelinu þannig að við hlupum upp og athuguðum allar hæðir en enginn var upp á þaki. Aðeins seinna kom í ljós að það var par sem hafði verið læst út á svölum á hótelherberginu sínu. Þarna voru greyin búin að standa í rúman klukkutíma í rigningu.
Jæja, lærdómurinn verður víst að halda áfram.
Bestu kveðjur og stór knús
Kolla
Bloggar | Sunnudagur, 11. mars 2007 (breytt kl. 19:27) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)