Hummmm, fangelsismatur eða ekki? :Þ

Eins og fram hefur komið áður bjó ég í 18 mánuði í Tulsa Oklahoma, áðan fór ég inn á www.dumlaws.com og komst að því að ég hef brotið nokkur lög meðan ég bjó þarna, auðvitað án þess að ég vissi að ég væri að brjóta þau.

105-0594_IMG Eftirfarandi lög hef ég brotið:

1) Konum er óheimilt að greiða og stæla hárið sitt sjálfar án heimildar frá fylkinu.

2) Það er bannað að gretta sig framan í hunda ( Úps, var að leika við hundinn minnW00t )

3) Hundar þurfa að hafa skriflegt leifi frá bæjarstjóranum til að leika sér saman 3 eða fleiri á einkaeign.

4) Oklahoma leifir ekki að maður bíti í annaramanna hamborgara ( En Jósep leifði mér að smakkaBlush)

5) Þeir sem búa í Oklahoma þurfa að borga skatta af húsgögnum og persónulegum eignum ( Úps )

6) Bannað að hrækja á gangstéttarnar ( Hvaða gangstéttar???, það voru engar ).

 

Humm humm, þeir ættu kanski að gefa öllum sem flytja til Bandaríkjana lista yfir þetta.

 

Bestu kveðjur

Kolla fangelsismatur 


Góður dagur í dag :Þ

Jæja, ég er búin að hringja út af tvemur vinnum í dag og fékk atvinnuviðtal hjá báðum, önnur er við heimili fyrir einhverfa og hin er á heimili fyrir eiturlifjanotendur med geðvandamál. Þannig að þetta er voða spennandi. Ég verð samt að viðurkenna að mig langar mest til að vinna með einhverfum en þetta kemur bara í ljós. Svo sá ég aðra vinnu á netinu sem mig langar mikið að vita meira um en hún er á barnageðdeild. 

En ég verð nú að bæta við ansi findinni sögu frá París.

Þannig er mál með veksti að ég er alveg rosalega hrædd við rússíbana, en þrátt fyrir það er ég það þrjósk að ég verð altaf að prófa einn þegar ég hef möguleikan til þess, bara til að athuga hvort að þetta verði eitthvað léttara. Og auðvitað til að reyna að komast að því hvað fólki finst svona æðislegt við þetta. Eftir miklar samræður um hvaða rússíbana væri best fyrir mig að taka varð einn sem átti víst að vera frekar leiðinlegur miðað við hina fyrir valinu. Allavegana ég fór í einn rússíbana í Euro Disney sem heitir Rock and roller coster. Þegar röðin var komin að mér og Jósep sendu þeir nokkra vagna án þess að filla þá. Þetta leist mér als ekki á, sérstaklega ekki þar sem ég er svo hrædd við að þeir bili meðan ég sit í þeim. Allavegana þá var okkur loksins hleypt um borð, það má nefna það að þessum rússíbana er skotið upp í loftið og þegar hann opnaði var hann hraðasti rússíbaninn í allri Evrópu ( þetta vissi ég ekki ). Ég um borð og svo var okkur skotið upp, fyrst fórum við í stóra lykkju og svo komu brekkurnar og allt hitt á eftir. Þótt að þetta hafi ekki verið langur tími þá leið mér eins og þetta tæki heilan klukkutíma. Þegar við komum út var ég skjálfandi eins og hrísla. Jósep, Tonje og Arne ákváðu að fara eina ferð í viðbót meðan ég sat fyrir utan og reyndi að jafna mig, þau komu svo hlaupandi út stuttu seinna og tilkintu mér það að ástæðan fyrir því að þeir keyrðu tóma vagna áður en við fórum í þessa ekki svo ánægjulegu rússíbana ferð höfðu þeir tekið af nokkra vagna til að auka hraðann. Þetta er bara tíbískt ég!!!W00t

Nema hvað að þegar við vorum að fara frá París sofnaði ég í flugvélinni, ég vaknaði alveg brjáluð þegar við vorum að fara á loft af því að ég var viss um að ég væri komin aftur í rússíbanann Tounge. Hehe.

Klem og nuss 


Starfsnámið er komið í box:þ

Já var að fá email frá kennaranum, ég fæ starfsnám í Stavanger, ekkert smá ánægð núna:Þ

Loksins komin heim:)og einu ári eldri en engu vitrari:)

Hæ hæ.

Jæja þá var ég eina viku á Íslandi með fjölskyldunni og voffanum mínum :), þann 28 febrúar voru 9 ár síðan ég fékk hannSmile.

Ég kom mér vel fyrir í flugvélinni frá Reykjavík til Osló, með góða bók og teppi og alles, hihi. Svo þegar ég lenti i Oslo var okkur farþegonum tilkynt að raninn virkaði ekki þannig að við þyrftum að bíða eftir stiga, sem er alt í lagi, nema hvað að ég var að missa af síðasta flugi til Stavanger og varð að komast heim til að koma bílnum í viðgerð ( við nentum ekki að gera við hann sjálf). Svo hringir karlinn meðan ég er að bíða eftir að komast út úr flugvélinni og heimtar að ég kaupi vín. Þannig að það var ekkert lítið stress hjá mér og það á afmælisdaginn. En ég komst alla leið til Stavanger, var komin heim um eitt leitið um nóttina og fór heim að pakka fyri rnæstu ferð.

Á fimtudaginn lögðum við svo í hann, þennan daginn var ferðinni heiti til Oslo, þannig að við næðum fyrista flugi til París á föstudeginum.

Föstudagurinn rann upp og allir komnir á fætur eld snemma, flugið gekk mjög vel og við komum okkur til Euro Disney án vandamála. Svo var bara hlaupið upp í næsta strætó til að komast á Golf hótelið sem við ætluðum að vera á. Nema hvað að við erum alt í einu komin lengst upp í sveit og við rekin út úr strætónum, þetta var endastöðin. Þarna stóðum við 4 stykki og skildum ekkert hvar hótelið var. Eftir 2 klukkutíma fundum við út að hótelið var 2 km. í burtu, þannig að við hringdum þangað og báðum um að það yrði sendur leigubíll eftir okkur. Nei það var ekki hægt, við urðum sko bara að labba. Þannig að þetta fallega hótel sem átti að vera í 5 mínotna fjarlæg frá Euro Disney var langt langt langt í burtu frá Euro Disney. Þannig að við ákváðum að finna okkur nýtt hótel inni á ratestogo.com og vitir menn, í þetta skiftið var það rétt hjá Disneylandi.

Restin af ferðinni gekk mjög vel, nema hvað að mig fór að verkja í hnéið ( gömul íþróttameiðsl ), en ég lét mig hafa það, enda er ég enþá með mikla verki og kemst varla niður tröppurnar hérna heim.

En ég skemti mér mjög vel og hafði mikið gaman.


Eitt stutt blogg.

Jæja ég kom heim frá Íslandi í nótt en er að fara út á völl eftir 30 mínotur aftur, í þetta skifti er ferðinni heitið til Parísar. Ég veit að ég hef ekki verið dugleg síðustu dagana að kíkja á ykkur en það hefur verið ansi mikið að geraSmile. Ég lova að kíkja á ykkur þegar ég kem heim frá París  og kvitta hjá öllum.

 

Koss og knús

Kolla 


Bara stutt blogg frá Íslandi

Jæja, núna sit ég hérna fyrir framan tölvuna með 2 sæta Chihuahua stráka í fanginu, annar þeirra er auðvitað Franz Jósep en hann liggur inn á peysunni minni og hrítur, algjör dúlla. Hann er búinn  að vera í stökustu vandræðum með að velja hvar hann vilji sova, getur ekki ákveðið sig greiði, hehe. Hausinn á honum er svoldið skakkur eftir slysið sem varð í sumar en annars er hann frisk som en fisk þessi elska. En ég er búin að ákveð að ég ætla að reyna að komast í klippingu í dag eða á morgunn, þannig að ég verð að fara að panta tíma.

Knús og kossar frá ÍslandiSmile


Væntanlega kem í heimsókn á klakann í næstu viku:Þ

Jæja þá er það ákveðið, síða karlinn er að fara að vinna á mánudaginn og ég bara nenni ekki að hanga heima þá ætla ég að reyna að komast heim á klakann í svona ca. vikuferð. Tounge.  Mig hlakkar alveg geðveikt til að knúsa litla voffann minn, og það sem er mest spennandi er hvort að hann þekkji mig eftir slisið ( sem hann lenti í ). Og svo er pabbi og Maja komin með lítinn hvolp líka, veðrur gaman að pína hann svoldið.

En annars er bara allt fínt að frétta, við kíktum á Tonje og Arne í gærkvöldi, þau buðu okkur upp á mat og bjór. Svo í kvöld koma þau í mat til okkar:). Í gærkvöldi pöntuðum við svo hótel fyrir Parísar ferðina okkar. Tonje og Arne koma með okkur, og við ætlum okkur að fara í Euro Disney og auðvitað skoða París, hátt og lágt. Þetta er 3 ferðin okkar Jóseps til Parísar og við vonum að Louvr sé opið í þetta skiftið. Langar svo að sjá brosið hennar Mónu Lísu. En við förum 2 mars og komum heim 6 mars, svaka stuð. Pöntuðum hótelherbergi á hóteli rétt fyrir utan Euro Disney, þar er sundlaug og gólfvöllur og alles. Þetta er voða flott sveitahótel. En við pöntuðum í gegnum raits to go, þeir eru rosalega oft með mjög góð tilboð á hótelherbergjum, enda höfum við altaf pantað í gegnum þá þegar við erum að ferðast svona.  Þannig að það er nóg af ferðalögum á næstunni hjá okkur Smile. Enda bara gaman að því.

Knús og kossar

Kolla 

 


Byrjuð á nýju verkefni

Jæja þótt að karlinn sé nýkominn heim og staldri stutt við í þetta sinn verður skólavinnan að ganga sinn vanagang, sérstaklega þar sem verkefnið sem ég er að vinna með núna er hópverkefni. Í þetta skifti ætlum við að skrifa um einhverfu, ég vildi reyndar frekar skrifa um downs syndrome eða FAS en einhverfa varð fyrir valinu þar sem ég var ein á móti sjö öðrum stelpum. 

Það stittist einnig í það að ég verði send út í starfsnám, því miður voru bara 7 pláss í Stavanger, reyndar fleiri í Sandnes en einstæðir foreldrar og nemendur sem eru í nemendaráðinu ganga fyrir og fá þar með plássin sem þau vilja. Það getur vel verið að ég verði að fara yfir í næsta fylki til að fá pláss, en ég ætla að setja Romerike upp sem aukastað, þá get ég búið heima hjá foreldrum hans Jóseps á meðan ég er í starfsnámi, svona þannig að ég sleppi við að leigja íbúð einhverstaðar. Mér finst þetta frekar ílla planlagt hjá þeim, það eru varla margir nemar sem hafa efni á að leigja íbúð á tvemur stöðum í 2 mánuði þannig að þeir geti komist í starfsnám. Enda heyrði ég um að það hefðu verið nokkrir í iðjuþjálfanum sem hættu einmitt út af því að þeir urðu að ferðast svo langt til að komast í starfsnám. En þetta kemur allt í ljós fljótlega.

Kram og klem  


Það stittist í það:Þ

Já það stittist í það að karlinn komi heim. Núna er ég búin að skrúbba íbúðina hátt og lágt, ég held að hún hafi ekki litið svona vel út síðan við byrjuðum að gera upp eða kanski bara aldreyTounge reyndar þegar ég fer að hugsa mig aðeins um.  En ég er búin að setja kerti út um alla íbúð og svo ætla ég að elda uppáhálds matinn hans Jóseps í kvöld handa honum.

Svo verð ég að fara að planleggja næsta matarboð hérna hjá okkur, það verður annaðhvort á morgunn eða laugardaginn, ekki alveg ákveðið enþá. En ég er búin að setja upp matseðilinn. Ég ætla að leifa nossörunum að bragða á alvöru hamborgara með sinnepsósu og svo auðvitað frönskum með kokteilsósuTounge. Ég vona að það slái í gegn, svo veður auðvitað bjór með matnum, hehe. Mjög mikilvægt. Og hver veit nema að maður bjóði nossorunum upp á íslenskar pönnukökur:)

Og svo má ekki gleima að vinna með nýja skólaverkefnið um helgina. Þannig að það er nóg að gera hérnal. Svo langar mig alveg rosalega til að koma í heimsókn á klakann. Mig langar svo að hitta fjölskilduna og litla voffan minn, ég hef ekki séð hann síðan í sumar áður en hann lenti í slysinu. Honum var ekki hugað líf og svo var sagt að hann myndi aldrey jafna sig, en það gerðist smá kraftaverk, hann er búinn að jafna sig alveg ótrúlega vel, bara næstum því að fullu. Hausinn hans er víst aðeins skakkur einstaka sinnum en annars er hann eins og áðurSmile. Ég fékk senda mynd af honum í gær, það er fyrsta myndin sem ég sé af honum eftir slysið, og hann er enþá jafn ótrúlega fallegur.

 


Happy Valentine:)

Jæja, valentínusardagurinn er víst dagur ástarinnar, en karlinn kemur ekki heim fyrr en á morgunn. En í staðinn þá er ég búin að kveikja á fullt af kertum hérna ( það mörgum að ég fæ ofbyrtu í augunTounge), og ætla að hafa stelpukvöld fyrir sjálfan mig. Þá er að lakka neglurnar og setja á sig andlitsmaska og svo framveigis og auðvitað hlusta á alla uppáhálds tónlistina okkar. Og auðvitað hugsa ég fallega til Jóseps sem er að vinna þessi elska.

Við vorum búin að vinna á sama vinnustað í 2 mánuði áður en við rákumst á hvort annað. Nokkrir úr vinnunni fóru í keylu og ég ásamt vinkonu minni fórum upp í keyluhöll að hitta liðið, en þar byrjaði okkar ferð saman. Við höfum gegnið í gegnum margt, en við höfum altaf verið tilstaðar fyrir hvort annað og getað talað saman um allt. Í dag eru 7 ár, 6 mánuðir og 1 dagur síðan við byrjuðum okkar líf saman. Og ennþann dag í dag fæ ég fiðrildi í magann þegar ég sé hannInLove .

Til hamingju með daginn og hafið það sem allra best í kvöldHeart


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband