Að sýna þakklæti

Þannig er mál með veksti að ég er nemi, á námslánum frá norska lánasjóðnum og þar með er hluta af lánonum breytt í styrk. Og út af styrkinum má ég ekki þéna meira en 1,3 millur á ári. Ég vinn fast 30% stöðu á hvíldarheimili og má þar með ekki vinna meira, til að ekki fara yfir hámarkið. Þar með er það Jósep sem sér um mesta reykninga og sér fyrir mér. Jú ég er með minst 150 þús íslenskar útborgað á mánuði en það er mikið sem kostar pening. T.d eins og bensín á bílin og að leggja fyrir utan skólann minn ( bara það er 150 ísl kr. á tíman). Og fyrir utan það er ég svokallaður týsku þræll. ég elska að labba um í því sem er nýjasta nýtt og elska að eiga fína hluti. eins og prada gleraugun mín og D&G úrið mitt.

Ef ég væri einstæð í Stavanger ætti ég varla efni á því að leigja 20 fermetra íbúð, hvað þá að lifa því lífi sem ég lifi. Ég á allt sem hugan gyrnir, allavegana alt sem mig langar í. Og ástæðan fyrir  því að ég á alt þetta er út af Jósep. Hann gerir alt fyrir mig. Og mig langar svo að sýna honum mitt þakklæti og finst eins og ég geti ekki sýnt honum hversu þakklát ég er með bara orðum. 

Sýðasta nýtt er wii fit, það vinsæla spil sem er alstaðar uppselt í Noregi. Og ég var úti á djamminu í kvöld, hann borgar og keyrir mig fram og tilbaka. Það er bara ekki til yndislegri maður en hann. Allavegana ekki fyrir mig. Ég segi honum hversu mikils virði það er fyrir mig að hann hugsar svona vel um mig og það að hann er sá sem hann er. En orðin eru ekki altaf nóg.

Mig hlakkar sko til að klára skólan og hafa efni á að bjóða manninum mínum til útlanda. Eða út að borða á fínan veitingastað.  Get varla beðið. En ég býst við að á meðan þá verð ég að láta orðin og knúsin duga. Ég veit ekki hvar ég væri án hans.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vatnsberi Margrét

:)

Vatnsberi Margrét, 21.6.2008 kl. 17:53

2 Smámynd: Solla Guðjóns

Þetta kemur allt.Þú átt greinilega almennilegan mann

Solla Guðjóns, 23.6.2008 kl. 18:26

3 Smámynd: Margrét M

snilld

Margrét M, 25.6.2008 kl. 13:16

4 Smámynd: Jórunn Sigurbergsdóttir

Það verður frábært að bjóða honum til útlanda.

Jórunn Sigurbergsdóttir , 25.6.2008 kl. 21:30

5 Smámynd: Unnur Guðrún

Orð eru upphafið á að vísa þakklæti, annað kemur þegar sá tími er kominn.

Unnur Guðrún , 26.6.2008 kl. 20:16

6 identicon

cooolll!

kvitt og knús!

Kristjana Engliráð Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 27.6.2008 kl. 09:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband